| |
| 1. 2512012F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/12 ´25. | Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 5.tl., endurskoðun hámarkshraða í Garðabæ og lagði fram eftirfarandi bókun: "Garðabæjarlistinn fagnar því að unnið sé markvisst eftir tillögu okkar um lækkun hámarkshraða sem bæjarstjórn samþykkti í febrúar 2023, en hún hljóðaði svo: 'Bæjarstjórn samþykkir að fela umhverfissviði að útfæra aðgerðir til lækkunar aksturshraða á sem flestum vegum innan Garðabæjar þar sem nú er 50 km hámarkshraði, t.d. með lækkun hámarkshraða og öðrum hraðatakmarkandi aðgerðum.' Skýrsla EFLU sem kynnt var bæjarráði er liður í þeirri vinnu og sú lækkun á hámarkshraða sem fyrirhuguð er verður mjög mikilvæg fyrir umferðaröryggi í bænum öllum."
Gunnar Valur Gíslason ræddi 5.tl., endurskoðun hámarkshraða í Garðabæ.
Almar Guðmundsson ræddi 5.tl., endurskoðun hámarkshraða í Garðabæ og 2.tl., 50 ára afmæli Garðabæjar.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 5.tl. hámarkshraða í Garðabæ.
Fundargerðin sem er 7. tl. er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála: | 1.2. 2512092 - 50 ára afmæli Garðabæjar 2026. Samskiptastjóri kynnti afmælismerki Garðabæjar í tilefni 50 ára afmælis Garðabæjar árið 2026 kynnt. Útfærsla afmælismerkisins er hönnuð af Einari Guðmundssyni grafískum hönnuði.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Ágúst Þór Guðmundsson (sviðstjóra þróunar- og þjónustu) sem formann, Árna Jón Eggertsson (verkefnastjóra í stafrænni þróun), Egil Daða Gíslason (deildarstjóra umhverfis og framkvæmda), Guðnýju Hrönn Antonsdóttur (samskipta- og kynningarfulltrúa), Gunnar Hrafn Gunnarsson (verkefnastjóra tækni- og tómstundamála) og Ólöfu Breiðfjörð (menningarfulltrúa) í framkvæmdaráð fyrir viðburði 50 ára afmælisárs Garðabæjar 2026. Framkvæmdaráðinu er falið að útfæra nánar dagskrá afmælisins og hafa umsjón með framkvæmd einstakra dagskrárliða. Framkvæmdaráði er falið að meta hvort þörf sé á að ráða verkefnastjóra í hlutastarf til útfærslu einstakra viðburða á afmælisárinu.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að haldinn verði aukafundur bæjarstjórnar Garðabæjar þriðjudaginn 6. janúar 2026, sbr. 2. og 3.mgr. 8.gr. samþykkta um stjórn Garðabæjar. Sá fundur yrði hátíðarfundur bæjarstjórnar í tilefni afmælisársins. Dagsetningin er valin m.t.t. þess að fyrsti fundur bæjarstjórnar Garðbæjar var haldinn þann 6. janúar 1976. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og þróunarsviðs að undirbúa fundinn og dagskrá hans. | | |
|
| 2. 2512020F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/12 ´25. | Björg Fenger ræddi 5.tl., afgreiðslu skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðunes og 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag.
Fundargerðin sem er 6. tl. er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála: | 2.5. 1903374 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 3. Norðurnes Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 11. desember 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til Norðurness á Álftanesi. Tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Norðurness. Helstu breytingar sem tillagan gerir ráð fyrir eru eftirfarandi: - Íþróttasvæði 1.07 Íþ(golfvöllur) stækkar, breytir um lögun og við það bætast nýir reitir austan Eyvindarholts og austan Kasthúsatjarnar. - Íþróttasvæði 1.02 Íþ (hesthúsabyggð) á Eyri er fellt út. - Íbúðarbyggð 1.05, 1.06 Íb og 1.10 Íb stækka og breyta lögun. - Íbúðarbyggð bætist við vestan Blikastígs, 1.36 Íb - Íbúðarbyggð verður felld út umhverfis Eyvindarholt og Breiðabólstaði og Grund. - Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis Breiðabólstaði og Grund. - Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis fyrrverandi útihús austan Breiðabólstaðatjarnar. - Svæði fyrir verslun og þjónustu verður umhverfis Eyvindarholt. - Hverfisvernd við Bessastaðatjörn breytir um lögun, minnkar norðan við tjörnina en stækkar á Eyri. - Hverfisvernd við Kasthúsatjörn stækkar. - Svæði fyrir iðnað 1.41 I verður staðsett norðan hafnarsvæðis vegna fyrirhugaðrar dælustöðvar fráveitu. - Umfjöllun í kafla 3.3.3 í greinargerð aðalskipulagsins um skilgreind byggingarsvæði og íbúðafjölda breytist og gerir ráð fyrir hámarksfjölda íbúða á Álftanesi allt að 1.400 í stað 1.100.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Halda skal almennan kynningarfund í Álftanesskóla á meðan á forkynningu stendur. Tillögu skal forkynna samhliða tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi, sem nær til sama svæðis. | 2.6. 1803108 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Norðurnes Álftaness, deiliskipulag Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 11. desember 2025 varðandi tillögu að deiliskipulagi Norðurness á Álftanesi. Tillagan nær til Breiðabólstaðasvæðis, Eyrar, Kasthúsatjarnar og svæðisins umhverfis Eyvindarholt, Stekk, Asparvík og Tjörn, allt að landamörkum við Bessastaði og Akurgerði. Þráinn Hauksson skipulagsráðgjafi gerði grein fyrir tillögunni sem er unnin af Landslagi ehf og Arkís ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi: -Íbúðarbyggð verður á Breiðabólstaðasvæði sem gerir alls ráð fyrir 157 íbúðareiningum í sérbýli. (57 einbýlishúseiningar, 68 raðhúseiningar og 32 parhúseiningar). Á Norðurnesi eru alls 38 einbýlishús fyrir og verður samanlagður fjöldi því 195 húseiningar. Ný einbýlishús eru ein og hálf hæð, parhús ein hæð með risi og raðhús tvær hæðir. -Golfvöllur verður norðan og vestan Bessastaðatjarnar og vestan Jörfavegar. Gert verður ráð fyrir 9 holu velli og æfingasvæði ásamt golfskála norðaustan við Eyvindarholt. -Lóðir fyrir einbýlishús bætast við hjá Asparvík og Tjörn. -Lóð fyrir hverfisstöð áhaldahús verður skilgreind þar sem hverfisstöð áhaldahúss er fyrir. -Gert er ráð fyrir landfyllingum og sjóvörnum norðan Blikastígs til að verja núverandi byggð fyrir ágangi sjávar og auka rými vegna útivistarstíga og reiðstíga sem gert er ráð fyrir að verði á milli íbúðarhúsabyggðar og sjóvarnargarðs. -Gert er ráð fyrir stígakerfi með stofnstígum, útivistarstígum og reiðstígum. -Gert er ráð fyrir manngerðum hólmum í Bessastaðatjörn undan tjarnarbakka að norðanverðu. -Gert er ráð fyrir leiksvæðum inni í byggð eða við jaðar hennar.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Halda skal almennan kynningarfund í Álftanesskóla á meðan á forkynningu stendur. Tillagan skal forkynnt samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, sem nær til sama svæðis.
Við gildistöku deiliskipulagsins mun gildandi deiliskipulag umhverfis Kasthúsatjörn og Bessastaðatjörn frá árinu 1998 verða fellt úr gildi. | | |
|
| 3. 2512019F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 10/12 ´25. | Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. íþróttafólk ársins 2025 - Íþróttahátíð Garðabæjar janúar 2026, 2.tl. reglur hvatapeninga 2026, 3.tl. golfleikjanámskeið GKG - styrkbeiðni, 4.tl. þarfagreiningu um íþróttasvæði í og við Miðgarð og 5.- 11.tl. umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
Hlynur Bæringsson ræddi 1.tl. íþróttafólk ársins 2025 - Íþróttahátíð Garðabæjar janúar 2026, 2.tl. reglur hvatapeninga 2026, 4.-11.tl. umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og fundargerðina.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi fundargerðina.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl. reglur hvatapeninga 2026 og 4.tl. þarfagreiningu um íþróttasvæði í og við Miðgarð.
Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 4.tl. þarfagreiningu um íþróttasvæði í og við Miðgarð.
Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. þarfagreiningu um íþróttasvæði í og við Miðgarð.
Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 4. 2512006F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 4/12 ´25. | Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. endurskoðun á stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks.
Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 5. 2512017F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 11/12 ´25. | | Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 6. 2512014F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 10/12 ´25. | Stella Stefánsdóttir ræddi 1.tl. loftgæðamælingar, 2.tl. kortlagningu á verkefnum á sviði umhverfismála hjá sveitarfélögum, 3.tl. umhverfiskerfi Klappir - umhverfisuppgjör og 4.tl. hjóla- og gönguteljara.
Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 4.tl. hjóla- og gönguteljara.
Stella Stefánsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. hjóla- og gönguteljara.
Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 7. 2512023F - Fundargerð velferðarráðs frá 12/12 ´25. | Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| |
| 8. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH frá 1/12 ´25. | Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 9. 2502251 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 31/10 og 21/11 ´25. | Guðlaugur Kristmundsson ræddi fundargerð 21. nóvember 2025, 2.tl. skipulagsbreytingar.
Almar Guðmundsson ræddi fundargerð 21. nóvember 2025, 2.tl. skipulagsbreytingar.
Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 10. 2504457 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 1/12 ´25. | | Fundargerðin er lögð fram. | | |
|
| 11. 2410186 - Skuldabréfaútboð Garðabæjar | "Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði í lántöku að fjárhæð kr. 820.000.000 að nafnverði, með ávöxtunarkröfu upp á 3,82%. Markaðsvirði útgáfunnar nemur kr. 1.137.000.000. Fyrir útboðið var útistandandi í skuldabréfaflokknum GARD 11 1 að nafnverði kr. 4.370.000.000, en heildarstærð flokksins eftir útboðið verður því kr. 5.190.000.000 að nafnverði.
Lántakan er samkvæmt heimild í fjárhagsáætlun."
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 12. 2512280 - Tillaga um að draga fána að húni við Ráðhús Garðabæjar á fundardögum bæjarstjórnar á 50 ára afmælisári bæjarins. | Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: "Bæjarstjórn samþykkir að íslenski þjóðfáninn verði dreginn að húni á fundardögum bæjarstjórnar á 50 ára afmælisári Garðabæjar 2026. Fánann skal draga á stöng að morgni fundardags og vera uppi þar til bæjarstjórnarfundi lýkur."
Greinargerð. Tillagan er lögð fram til að vera liður í að minnast með hátíðlegum hætti að á árinu 2026 eru 50 ár síðan Garðabær hlaut kaupstaðarréttindi. Með því að draga fána að húni á fundardögum bæjarstjórnar er vakin athygli á að bæjarstjórn Garðabæjar sem kosin er með lýðræðislegum hætti af bæjarbúum muni koma saman þann daginn. Um leið er það hvatning til íbúa að fylgjast með störfum bæjarstjórnar hvort sem er með því að koma á opna fundi bæjarstjórnar eða fylgjast með útsendingu funda á vef Garðabæjar. Íslenski þjóðfáninn er tákn þjóðar og samstöðu og við að draga fánann á stöng á fundardögum bæjarstjórnar er Garðabær að gefa viðburðinum formlegan og virðingarfullan blæ.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls.
Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls að nýju.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
| | |
|