Til bakaPrenta
Bæjarráð Garðabæjar - 41. (2189)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
11.11.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður,
Gunnar Valur Gíslason varamaður,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður,
Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður,
Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2506155 - 50 ára afmæli Garðabæjar 2026
Lagðar fram til kynningar tillögur afmælisnefndar Garðabæjar vegna 50 ára kaupstaðarafmælis Garðabæjar 2026. Verkefni afmælisnefndar og verkefnahóps var að undirbúa afmælisárið og leggja fram drög að dagskrá afmælisársins. Lagði afmælisnefndin upp úr því að virkja samfélagið (íbúa, stofnanir, skóla, félagasamtök fyrirtæki o.s.frv.) til að taka þátt í dagskrá afmælisársins og/eða tengja hefðbundna viðburði í bænum afmælisárinu.
Bæjarráð þakkar afmælisnefndinni góða vinnu. Bæjarráð samþykkir tillögu afmælisnefndar að skipað verði framkvæmdaráð til að útfæra nánar dagskrá afmælisársins og hafa umsjón með framkvæmd einstakra dagskrárliða. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til frekari úrvinnslu.
2. 2008212 - Miðskógar 7 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðjóni Ágústi Sigurðssyni, kt. 150854-4749, leyfi fyrir viðbyggingu að Miðskógum 7.
3. 2511091 - Hönnun - Útboð - Gervigras.
Lögð fram útboðs- og verklýsing vegna endurnýjunar þriggja gervigrasvalla á Ásgarðssvæðinu. Fyrsti áfangi snýr að útskiptingu á núverandi gervigrasi á Samsung vellinum á næsta ári.
Næsti áfangi snýr að því að koma á gervigrasi á fyrirhugaðan æfingavöll við Flataskóla sem á að fara í framkvæmd á næsta ári.
Þriðji og síðasti áfangi snýr að því að skipta út grasinu á núverndi æfingavelli sem snýr að Stekkjarflöt.
Bæjarráð samþykkir framlagða útboðs- og verklýsingu og vísar málinu til úrvinnslu á umhverfissviði.
4. 2505510 - Bílastæðasjóður Garðabæjar
Lagt fram minnisblað um Bílastæðasjóð Garðabæjar - rekstur og umfang, ásamt drögum að samþykktum fyrir Bílastæðasjóð Garðabæjar.
Þörf hefur verið talin á að stofna slíkan sjóð þar sem á mörgum stöðum í bænum er bifreiðum lagt ólöglega. Slíkt getur skapað hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur, tafið snjómokstur, viðhald og för sjúka- og slökkvibifreiða. Þá ber einnig á því að skammtímastæði á bílastæðum í Garðabæ eru notuð sem langtíma geymslur fyrir bifreiðar og aftanívagna.
Gert er ráð fyrir að sjóðurinn verði settur upp sem B-hluta fyrirtæki og að daglegur rekstur og mannaforráð fyrir sjóðinn verði í verkahring umhverfissviðs en að fjármála- og stjórnsýslusvið sjá um innheimtu gjalda/sekta og afgreiði andmæli vegna þeirra.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs nánari úrvinnslu málsins og stefnt er að því að uppfærð drög að samþykktum Bílastæðasjóðs Garðabæjar verði lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu í nóvember.
5. 2511072 - Bréf Lionsklúbbs Álftaness varðandi húsnæði fyrir skötuveislu á Þorláksmessu, dags. 03.11.25.
Lögð fram umsókn Lionsklúbbs Álftaness um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi í tilefni af skötuveislu á Þorláksmessu 23. desember 2025. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
6. 2511073 - Bréf Lionsklúbbs Álftaness varðandi afnot af húsnæði fyrir Þorrablót Kvenfélags og Lionsklúbbs Álftaness 2026, dags. 03.11.25.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
7. 2511071 - Erindi Siglingaklúbbsins Vogs varðandi rekstraraðstoð, dags. 03.11.25.
Í bréfinu er óskað eftir stuðningi Garðabæjar við rekstrarstuðningi við Siglingaklúbbinn Vog. Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.
8. 2506683 - Endurskoðuð gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands.
Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn eiga öll sveitarfélög að bera kostnað af langtímavörslu skjala sinna. Með lögum nr. 108/2024 var lögum um opinber skjalasöfn breytt og heimildir Þjóðskjalasafns til gjaldtöku af sveitarfélögum sem ekki reka héraðsskjalasafn og eru afhendingarskyld til Þjóðskjalasafns gerðar skýrari.
Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá Þjóðskjalasafns Íslands, sem gerir ráð fyrir að gjald fyrir ráðgjöf og eftirlit verði kr. 343 á hvern íbúa. Samtals er þannig gert ráð fyrir að framlag Garðabæjar verði kr. 6.899.788.
Bæjarráð vísar erindinu til nánari skoðunar hjá sviðsstjórum fjármála- og stjórnsýslusviðs og þjónustu- og þróunarsviðs, þar sem kallað verði eftir nánari upplýsingum um hækkanir sem boðaðar eru í gjaldskránni og í hverju boðuð þjónusta til Garðabæjar fyrir ráðgjöf og eftirlit á að vera fólgin.
9. 2511151 - Erindi SSH til Alþingis um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, dags. 10.11.25.
Lagt fram erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna áskorunar til Alþingis vegna frumvarps til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er sameiginleg áskorun allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu og ítrekar mikilvægi þess að ríkið vinni sérstakt kostnaðarmat um áhrif lagasetningarinnar, sbr. 129.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta