Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Garðabæjar - 15. (967)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
06.11.2025 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi,
Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar,
Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi,
Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi,
Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi,
Stella Stefánsdóttir varabæjarfulltrúi,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi,
Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi,
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi,
Arnar Hólm Einarsson varabæjarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði. Fundargerð bæjarstjórnar frá 16. október 2025 er lögð fram.


Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2510028F - Fundargerð bæjarráðs frá 21/10 ´25.
Almar Guðmundsson ræddi 10.tl., opnun tilboða í framkvæmdir við hringtorg Flóttamannavegar og Urriðaholtsstrætis.

Fundargerðin sem er 12. tl. er samþykkt samhljóða.
2. 2510037F - Fundargerð bæjarráðs frá 28/10 ´25.
Almar Guðmundsson ræddi 6.tl., Ísafold - fjölgun hjúkrunarrýma.

Fundargerðin sem er 10. tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
2.2. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 (2025-2028) - Viðauki nr. 2.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2025. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025 samkvæmt 2.mgr. 63.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Viðauki 2

Velferðarsvið
Samtals er lagt til 103 m.kr. kostnaðarauka á Velferðarsviði sbr. neðangreinda sundurliðun.

02330 Vistgjöld vegna barnaverndar 70.000.000
02340 Úrræði á heimili v/barna, barnavernd 5.000.000
02150 Félagsleg heimaþjónusta 70.000.000
02564 Miðskógar sambýli fatlaðra 10.000.000
02568 Brekkuás íbúakjarni fatlað fólk 30.000.000
02415 Afsláttur fasteignagjalda -32.000.000
02567 Búsetuúrræði , sólarhringsþjónusta -50.000.000

Samtals kr. 103.000.000

Fræðslumál
Samtals er lagt til 167 m.kr. kostnaðarauka á Fræðslusviði sbr. neðangreinda sundurliðun.

04030 Niðurgreiðsla á skólamat 176.000.000
04030 Leikskóladeild Urriðaholtsskóla 40.000.000
04287 Frístund Urriðaholtsskóla 6.000.000
04290 Frístundaheimili önnur -55.000.000
Samtals kr. 167.000.000

Æskulýðs- og íþróttamál
Samtals er lagt til 31 m.kr. kostnaðarauka vegna æskulýðs- og íþróttamála sbr. neðangreinda sundurliðun.

06511 Orkukaup Ásgarðslaug 14.000.000
06271 Vinnuskóli laun 17.000.000
Samtals kr. 31.000.000

Hækkun lífeyrisskuldbindingar
Fyrir liggur útreikningur tryggingastærðfræðings á áætlaðri lífeyrisskuldbindingu Garðabæjar fyrir árin 2025 og 2026. Útreikningarnir gera ráð fyrir að gjaldfærsla vegna hækkunar verði á árinu 2025 490 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir 450 m.kr. Áætlun fyrir árið 2026 gerir hins vegar ráð fyrir 390 m.kr.

Hækkun gjaldfærslu lífeyrisskuldbindingar 2025 40.000.000
Samtals kr. 40.000.000

Kostnaðarauki samtals 341.000.000
341.000.000

Fjármögnun
00010 Útsvar -203.000.000
00060 Fasteignaskattur -63.000.000
00100 Jöfnunarsjóðu -68.000.000
00350 Lóðarleiga -7.000.000

Samtals -341.000.000
2.4. 2510325 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Stekkholt 8 - Deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 22. október 2025 varðandi breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að svalir á efri hæð nái 1 metra út fyrir byggingarreit að norðanverðu og að sunnanverðu. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að svalir nái 60 cm út fyrir byggingarreit.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum lóðanna Stekkholt 6, 10, 19 og 21 sem og Vorbraut 11 og 13.
2.5. 2507428 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Ásgarður, dsk breyting, lýsing æfingavallar.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 22. október 2025 varðandi tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Ásgarðs að lokinni grenndarkynningu ásamt þeim athugasemdum sem bárust. Tillagan gerir ráð fyrir ljósamöstrum við æfingavöll norðan við keppnisvöll.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna óbreytta sem óverulega breytingu deiliskipulags Ásgarðs.
3. 2510041F - Fundargerð bæjarráðs frá 4/11 ´25.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 4.tl., greiningu á rekstri málaflokks faltaðs fólks í Garðabæ.

Fundargerðin sem er 8.tl. er samþykkt samhljóða.
3.2. 2406836 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 22. október 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar sem gerir ráð fyrir fjölgun íbúða og aukningu á atvinnurými á lóðinni Garðatorg 1 (A). Einnig er gert ráð fyrir fjölgun fermetra á lóð 5a (H) þar sem gert verður ráð fyrir kjallara og 2.hæð að hluta.
Hámarksfjöldi nýrra íbúða skal vera 40-45 íbúðir og gera skal ráð fyrir einu bílastæði í lokuðum bílakjallara og 0,7 bílastæði í opnum bílakjallara. Fyrir þá fermetra sem bætast við vegna atvinnurýma skal gera ráð fyrir 1 bílastæði á 35 fermetra í opnum bílakjallara. Ef sýnt verður fram á með rökstuðningi að samnýting bílastæða sé möguleg getur fjöldi fermetra atvinnurýma orðið allt að 50 á hvert bílstæði. Gera skal ráð fyrir byggingarreit fyrir stækkaðan bílakjallara á Garðatorgi. Hámarks hæðafjöldi fjölbýlishúss skal vera 5 hæðir til að koma í veg fyrir áhrif skuggavarps á nærliggjandi byggð.
Bæta skal við 18 nýjum bílastæðum meðfram Vífilsstaðavegi í deiliskipulagi og skipulagsnefnd beinir því til Umhverfissviðs að útfærsla bílastæða framan við Garðatorg 5 og 7 sé löguð að gildandi deiliskipulagi og þar með fjölgað.
Skipulagsnefnd beinir því þar að auki til umhverfissviðs að lögð verði fram áætlun um aðgerðir til þess að dreifa betur nýtingu bílastæða í Miðbæ Garðabæjar og létta á álagi um miðjan dag eins og samgöngumat hefur sýnt fram á að sé orðið töluvert.
Byggingarreitur efstu hæðar syðsta hluta Garðatorgs 1 verði inndreginn að vestanverðu sem kemur í veg fyrir áhrif skuggavarps á Garðatorg 2. Fjöldi hæða þess hluta húss sem verður við hlið Hrísmóa 2 getur orðið 4 hæðir en þó ekki hærra en svo að komið sé í veg fyrir innsýn. Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr.43.gr.skipulagslaga. Halda skal almennan kynningarfund á meðan á auglýsingu stendur.
3.3. 1405080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Móar, endurskoðað deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar frá fundi 22. október 2025 varpandi tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Móum. Tillagan er endurskoðun á því deiliskipulagi sem uppbygging svæðisins studdist við en bætt er við ýmsum ákvæðum sem lagar deiliskipulagið að þeim kröfum sem gerðar eru til deiliskipulagsáætlana í samtímanum.
Deiliskipulag þetta nær yfir göturnar Lyngmóa, Kjarrmóa, Hrísmóa og Kirkjulund 2 og 4, saman mynda þær Móa. Móarnir afmarkast við Lyngmóa til norðvesturs og norðurs, við Hofstaðabraut til austurs og við göturnar Hrísmóa og Kirkjulund til suðurs.
Tillagan gerir ráð fyrir því að gatan Hrísmóar verði lokuð framan við Hrísmóa 13 að vestanverðu og framan við Hrísmóa 3 að austanverðu. Ný tenging komi frá Bæjarbraut norðan við Garðatorg 2 og þar yrði aðkoma að Miðbæ og að Hrísmóum 1, 6, 8 og 10.
Tillagan hefur verið forkynnt samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar og unnið hefur verið úr þeim ábendingum sem borist hafa.
Skipulagsnefnd vísaði tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. og 1.mgr.43.gr.skipulagslaga. Halda skal almennan kynningarfund á meðan á auglýsingu stendur. Tillaga skal auglýst samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar.
4. 2510024F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 15/10 ´25.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl., Vinnuskóla Garðabæjar, 2.tl. Sumarnámskeið barna 2025, 3.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu og 4.9.tl. umsóknir um ferðastyrki íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 2.tl. sumarnámskeið barna 2025 og 3.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu.

Arnar Hólm Einarsson ræddi fundargerðina.

Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir ræddi 2.tl. sumarnámskeið barna 2025.

Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til mál að nýju og ræddi 3.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu og 2.tl. sumarnámskeið barna 2025.

Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 3.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu og fundargerðina.

Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 2.tl. sumarnámskeið barna 2025 og fundargerðina.

Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 2.tl. sumarnámskeið barna 2025 og fundargerðina.

Almar Guðmundsson ræddi 3.tl. Ungmennahús undirbúningsvinnu og fundargerðina.

Fundargerðin er lögð fram.
5. 2510018F - Fundargerð leikskólanefndar frá 15/10 ´25.
Margrét Bjarnadóttir ræddi 1.tl. heimsókn leikskólanefndar í Kirkjuból, 2.tl. beiðni um flutning á starfsdegi, 3.tl. Menntadag leik- og grunnskóla 2025 og 5.tl. lykiltölur í skólamálum.

Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir ræddi 5.tl. lykiltölur í skólamálum.

Fundargerðin er lögð fram.
6. 2510029F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 22/10 ´25.
Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 1.tl. Menntadag leik- og grunnskóla 2025, 2.tl. viðurkenningar í skólastarfi, 3.tl. 50 ára afmæli Garðabæjar, 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026 og 5.tl. kynningu og samtal við skólastjórnendur Flataskóla.

Almar Guðmundsson ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.

Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.

Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 4.tl. Þróunarsjóð grunnskóla 2026.

Fundargerðin er lögð fram.
7. 2510032F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 22/10 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
8. 2510026F - Fundargerð velferðarráðs frá 17/10 ´25.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu, 2.tl. endurskoðun á stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks, 3.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti og 7.tl. 50 ára afmæli Garðabæjar 2026.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl. miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu og 5.tl. sameiginlegan fund félagsmálanefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni heimilislausra.

Arnar Hólm Einarsson ræddi 1.tl. miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu.

Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir ræddi 1.tl. miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu.

Almar Guðmundsson ræddi 1.tl.miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna á höfuðborgarsvæðinu.

Fundargerðin er lögð fram.
Almenn erindi
9. 2501538 - Fundargerð heilbrigðiseftirlits frá 27/10 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
10. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH frá 20/10 ´25.
Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. aðalfund SSH 2025.

Fundargerðin er lögð fram.
11. 2501405 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 8/9, 22/9 og 13/10 ´25.
Gunnar Valur Gíslason ræddi fundargerð frá 22. september 2025, 2.tl. fjárhagsáætlun SORPU bs. fyrir árið 2026 og fundargerð frá 13. október 2025, 2.tl. endurvinnslu á pappír og pappa og 3.tl. undirbúningsfélag um byggingu hátæknibrennslu.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.
12. 2502221 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10/10 ´25.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl. gjaldskrá 2026, 2.tl. sölutölur, 3.tl. öryggi í strætó, 4.tl. Borgarlínuverkefni og nýtt leiðarnet, 5.tl. áhrif breytinga á tímatöflu, 6.tl. leiðarkerfisbreytingar, 7.tl. forgangsaðgerðir, 8.tl. seinkanir, 9.tl. innra eftirlit og 10.tl. Suðurgötu.

Sigríður Hulda Jónsdóttir ræddi 3.tl. öryggi í strætó.

Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 4.tl. Borgarlínuverkefni og nýtt leiðarnet og 7.tl. forgangsaðgerðir.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 3.tl. öryggi í strætó og fundargerðina.

Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina og 3.tl. öryggi í strætó.

Fundargerðin er lögð fram.
13. 2502040 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 15/10 ´25.
Fundargerðin er lögð fram.
14. 2507256 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026 (2026-2029) - fyrri umræða.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, fylgdi úr hlaði frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2026-2029. Bæjarstjóri lagði fram drög að greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar. Bæjarstjóri lagði til að frumvarpinu verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2026 (2026-2029) vill Garðabæjarlistinn leggja áherslu á eftirfarandi atriði:
Öll börn eiga að geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- eða tómstundastarf, óháð efnahag heimilis. Garðabæjarlistinn mun leggja til á milli umræðna að hvatapeningar verði hækkaðir myndarlega. Við leggjum til að þeir verði 75 þúsund krónur á barn og að haldið verði í 15 þúsund króna viðbótarhvatapeninga fyrir þau heimili sem eru undir tekjuviðmiðum.
Við eigum öll að geta komið okkur upp öruggu heimili og aukinnar fjölbreytni er þörf á búsetukostum í Garðabæ. Garðabæjarlistinn mun beita sér fyrir því að meira fjármagn verði lagt í kaup á félagslegum leiguíbúðum og í stofnframlög til bygginga á almennum íbúðum, t.a.m. leiguíbúðum fyrir tekjulægri fjölskyldur á vegum stéttarfélaga.
Garðabæjarlistinn mun auk þess leggjast gegn gjaldskrárhækkunum á leikskólagjöld og fæðisgjald í leikskóla, þar sem við teljum að leikskólagjöld hafi verið of há í Garðabæ til lengri tíma og erum fylgjandi lögfestu og gjaldfrjálsu leikskólastigi.
Allt eru þetta aðgerðir sem skipta máli fyrir íbúa í Garðabæ, en eru ekki af stærðargráðu sem krefst mikilla fórna á öðrum sviðum rekstrar. Forgangsröðun er hér lykilatriði. Við hlökkum til samtalsins milli umræðna."

Gunnar Valur Gíslason tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2026 og þrjú næstu ár endurspeglar trausta stjórn fjármála bæjarins. Þrátt fyrir ákveðna óvissu í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir árið 2026 verði jákvæð um tæpar 600 milljónir króna og veltufé frá rekstri verði um 2.500 milljónir króna.
Þá er í útkomuspá 2025 og í áætlun tímabilsins 2026-2029 gert ráð fyrir umtalsverðri lækkun skuldahlutfalla bæjarsjóðs frá árinu 2024.
Á milli umræðna um fjárhagsáætlun munum við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, áfram leggja áherslu á lágar skattaálögur, fjárhagslegt aðhald og rekstrarhagræðingu, en einnig markvissa sókn í mikilvægum málaflokkum sem snerta unga sem eldri íbúa Garðabæjar. Mikilvægt er að viðhalda hagkvæmni í rekstri með stöðugri hagræðingu og laga rekstur bæjarsjóðs Garðabæjar þannig að krefjandi efnahagsaðstæðum í þjóðfélaginu."

Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Framsókn mun leggja áherslu á hækkun hvatapeninga svo að öll börn geti stundað íþróttir óháð efnahag."

Samkvæmt frumvarpinu eru niðurstöður A og B hluta þessar (í þúsundum króna):

2026 2027 2028 2029
Tekjur: 36.677.235 38.454.757 40.393.977 42.583.334
Gjöld: 32.299.443 33.894.967 35.459.737 37.219.484
Rnst. f. afskr. 4.377.791 4.559.790 4.934.240 5.263.850

Rnst. án fmst/gj 2.339.376 2.422.687 2.643.876 2.929.964

Afskriftir 2.038.416 2.137.103 2.290.364 2.433.885

Fmt/gj 1.747.800 1.591.865 1.641.904 1.690.177

Rekstrarniðurstaða 594.811 834.058 1.005.208 1.243.024

Framkvæmdir 4.904.000 4.343.000 4.500.000 4.929.000

Bæjarstjórn samþykkir að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árin 2026-2029 til síðari umræðu í bæjarstjórn og frekari vinnslu í bæjarráði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta