Til bakaPrenta
Bæjarráð Garðabæjar - 47. (2195)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
23.12.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður,
Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður,
Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður,
Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Guðný Hrönn Antonsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2511177 - Sunnuflöt 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ásgeiri Helga Reykfjörð Gylfasyni, kt. 220182-4529, leyfi fyrir viðbyggingu við suðurhlið hússins, nýrri kjallarahæð, klæða húsið að utanverðu með dökkri álklæðningu, endurbætur og klæðningu á þakkanti ásamt innanhússbreytingum að Sunnuflöt 22.
2. 2512335 - Lóð fyrir hjúkrunarheimili í Vetrarmýri
Bæjarstjóri kynnti stöðu viðræðna við félags- og húsnæðismálaráðuneytið varðandi byggingu hjúkrunarheimilis í Vetrarmýri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra samkomulag við ráðuneytið um framvindu málsins.
3. 2512252 - Úthlutunarreglur vegna stoðþjónustu í leikskólum Garðabæjar.
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti drög að úthlutunarreglum um stoðþjónustu í leikskólum.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
4. 2406794 - Skýrsla Jafnréttisstofu - Umönnunarbilið og þjónusta sveitarfélaga.
Skýrsla Jafnréttisstofu: Umönnunarbilið og þjónusta sveitarfélaga, lögð fram.

Bæjarráð vekur athygli á ungum aldri barna við inntöku í leikskólum Garðabæjar, þar sem svokallað umönnunarbil milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar barna er lítið eða ekkert.
5. 2510167 - Úrskurður um stjórnsýslukæru Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 154/2025 - Framkvæmdir við lóðamörk Fífumýri 15, dags. 10.12.25.
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 154/2025 varðandi kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 19. september 2025, vegna byggingar bílskúrs á lóðinni Fífumýri 15 og ákvörðun byggingarfulltrúa frá 17. september 2025 um að samþykkja breytta aðaluppdrætti fyrir bílskúrinn.

Bæjarráð vísar málinu til byggingarfulltrúa og felur honum að koma til móts við þau tilmæli sem koma fram í úrskurðinum.
6. 2512286 - Erindi Skáksambands Íslands varðandi stuðning við Íslandsmótið í skák 2026, dags. 02.12.25.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi um að veita stuðning við að Íslandsmót í skák 2026 verði haldið í Garðabæ.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
7. 2512288 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi fyrir áramótabrennu á Álftanesi.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að áramótabrenna verði á Álftanesi á gamlárskvöld enda verði öll tilskilin leyfi fyrir hendi.
8. 2512309 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi fyrir áramótabrennu við Sjávargrund.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að áramótabrenna verði við Arnarnesvog á gamlárskvöld enda verði öll tilskilin leyfi fyrir hendi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta